Tútturnar

mánudagur, febrúar 20, 2006

Bitra gella

Ég var að vinna á laugardaginn í Baðhúsinu sem er svo sem ekki frásögufærandi nema hvað að um hádegið birtist þar ung kona í leðurdressi með hjálm á höfðinu. Með henni í för voru kátar konur með myndavélar á lofti. Týpísk gæsastemming að mér fannst. Þegar hjálmurinn fór af sá ég kunnuglegt andlit, GUÐRÚN!!! Henni var svo skutlaði inní afró tíma og ég stóð eftir að kafna úr bitru. Hugsið ykkur, Guðrún að fara að gifta sig og hefur ekki minnst á það einu orði við saumó. Fýlan lak af mér og ég var um það bil að fara að hringja í ykkur dömur til að skammast yfir framferði Guðrúnar og leggja til að hún yrði gerð útlæg úr saumó fyrir svikin. En einmitt í því kom Anna Sig fram en hún var einmitt sú sem að mundaði myndavélina. "Jæja, hvenær er svo brúðkaupið" spurði ég súr í bragði! Nei það er ekkert brúðkaup, bara afmæli svaraði Anna. Úpps a deisí, soldið pínlegt en svona er að vera bitur í lífinu.

Sorry Guðrún að ég skyldi láta mér detta í hug að þú færir að gifta þig án minnar blessunar :)