Tútturnar

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

söknuður

Ohh stelpur hvað ég sakna ykkar mikið!! Vildi innilega að ég væri á landinu til að geta verið með í næsta saumó!! Ég ætla rétt að vona að ég komist í desember saumó. Eins og ég sagði í mailinu kem ég til landsins 16. desember och Lóa tveimur dögum seinna. Ég fer til Akureyrar á jóladag og verð þar þangað til ég fer aftur út þann 30. des. Vona að þið getið hnoðað í smá saumó fyrir jól á milli þess sem þið hnoðið í allar smákökurnar!!!
Pétur Thor er orðið stór og sterkur strákur, hann segir það alla vega sjálfur. Hann er þrælduglegur að læra bæði íslensku og sænsku, hann er svo duglegur að hann skiptir yfir þegar ég kem og sæki hann!! Mér finnst þetta alveg ótrúlegt, en hann hefur ekkert fyrir þessu!!
Það gengur vel í vinnunni hjá mér, en ég er að vinna hjá Félagsþjónustunni í Frölunda við fjárhagsaðstoð. Finnst þetta bara gaman, en langar að skipta yfir í eitthvað annað þegar ég flyt heim.
Jæja, þá finnst mér þetta bara vera orðið gott,
Hlakka til að sjá ykkur í jólastuði!!
Magga