Hvað er að gerast?
Jæja, fyrst ég er að hvetja til þess að blogga 1x í mánuði verð ég að ríða á vaðið og tjá mig örlítið.
Fyrir þær sem fylgjast eitthvað með blogginu hennar Karenar vitið þið að við ofurgellurnar skelltum okkur til Köben um daginn. Frekar fínt.
Ég og Karen vorum komnar heim til Lóu fimmtudaginn 3.11 kl.15. Eftir mikið knús og kossa þrömmuðum við Karen í verslunarleiðangur og leyfðum Lóu að klára að læra. Magga mætti svo á svæðið kl. 15 föstudaginn 4.11 og þá vorum við Karen búnar með maraþonshoping. Og þá tók við aðalfjörið - mikið af bjór, rauðvíni, hvítvíni, frosen margaritas, vodka, salsa, frosen margaritas. Úff hvað þetta var gaman - ég held að ég hafi ekki verið svona sæt og grönn síðan í Hagaskóla.
Við fjórar höfum einnig ekki djammað allar saman síðan 2000 þannig að það var alveg komin tími á þetta.
Helgin leið ótrúlega hratt og fyrr en varði var maður komin heim aftur.
Sævar var heima með Arnþór og allt gekk einsog í sögu. Drengurinn saknaði mömmu sinnar ekkert :-( hi hi hi. Ég hinsvegar saknaði hans frekar mikið og sérstaklega þegar ég var að pumpa brjóstinn - djöfull er það leiðinlegt. Mér til skemmtunar sprautaði ég mjólk á Karen ;-) sem hafði ótrúlegt en satt ekki eins gaman af því.
Annars er helst að frétta að ég hef verið að reyna að lesa heimildir og undirbúa mastersritgerðina mína sem ég ætlaði að fara að skrifa í jan og feb. Það má segja að það sé frekar erfitt með einn lítinn á heimilininu. Nú hefur hinsvegar planið breyst og ég mun fara að vinna í byrjun jan eftir 7 mánaðar fæðingarorlof - segji ykkur allt um það þegar við hittumst:-) ekki panica - þessu fylgja bara skemmtilegar fréttir.
En ég þarf að gera nýtt plan um hvernig ég klára þessa ritgerð - ég þarf að fara að koma henni frá mér.
Arnþór fór í 5 mánaðasprautu um daginn, þá var hann einnig þyngdarmældur og tékkað á lengdinni. Drengurinn er orðin 7,68 kg og 67 cm. Alveg ótrúlegt - og þetta bjó maður sjálfur til - er nú ekki enn búin að fatta það að líkaminn sé svona fullkominn. - alveg ótrúlegt.
Ég er að vinna í að búa til heimasíðu með myndum, það gengur ekki alveg einsvel og ég vildi en ég sendi ykkur slóðina þegar ég klára það:-)
En það er alveg ótrúleg hvað tíminn líður hratt - nú líður bara að jólum og allar helgar í des orðnar bókaðar í jólahittinga og jólaglögg. Ég er að fara í brúðkaup 3. des til Steina og Hjördísar vinafólks okkar og ég hlakka ekkert smá til. Strax komin með fiðring í magann. Alltaf gaman að fara í góð brúðkaup. Nú þarf maður bara að plana eitthvað atriði og finna fín föt. Elín -ert þú ekki með allt svona á hreinu?
Hlakka til að heyra í ykkur.
Fyrir þær sem fylgjast eitthvað með blogginu hennar Karenar vitið þið að við ofurgellurnar skelltum okkur til Köben um daginn. Frekar fínt.
Ég og Karen vorum komnar heim til Lóu fimmtudaginn 3.11 kl.15. Eftir mikið knús og kossa þrömmuðum við Karen í verslunarleiðangur og leyfðum Lóu að klára að læra. Magga mætti svo á svæðið kl. 15 föstudaginn 4.11 og þá vorum við Karen búnar með maraþonshoping. Og þá tók við aðalfjörið - mikið af bjór, rauðvíni, hvítvíni, frosen margaritas, vodka, salsa, frosen margaritas. Úff hvað þetta var gaman - ég held að ég hafi ekki verið svona sæt og grönn síðan í Hagaskóla.
Við fjórar höfum einnig ekki djammað allar saman síðan 2000 þannig að það var alveg komin tími á þetta.
Helgin leið ótrúlega hratt og fyrr en varði var maður komin heim aftur.
Sævar var heima með Arnþór og allt gekk einsog í sögu. Drengurinn saknaði mömmu sinnar ekkert :-( hi hi hi. Ég hinsvegar saknaði hans frekar mikið og sérstaklega þegar ég var að pumpa brjóstinn - djöfull er það leiðinlegt. Mér til skemmtunar sprautaði ég mjólk á Karen ;-) sem hafði ótrúlegt en satt ekki eins gaman af því.
Annars er helst að frétta að ég hef verið að reyna að lesa heimildir og undirbúa mastersritgerðina mína sem ég ætlaði að fara að skrifa í jan og feb. Það má segja að það sé frekar erfitt með einn lítinn á heimilininu. Nú hefur hinsvegar planið breyst og ég mun fara að vinna í byrjun jan eftir 7 mánaðar fæðingarorlof - segji ykkur allt um það þegar við hittumst:-) ekki panica - þessu fylgja bara skemmtilegar fréttir.
En ég þarf að gera nýtt plan um hvernig ég klára þessa ritgerð - ég þarf að fara að koma henni frá mér.
Arnþór fór í 5 mánaðasprautu um daginn, þá var hann einnig þyngdarmældur og tékkað á lengdinni. Drengurinn er orðin 7,68 kg og 67 cm. Alveg ótrúlegt - og þetta bjó maður sjálfur til - er nú ekki enn búin að fatta það að líkaminn sé svona fullkominn. - alveg ótrúlegt.
Ég er að vinna í að búa til heimasíðu með myndum, það gengur ekki alveg einsvel og ég vildi en ég sendi ykkur slóðina þegar ég klára það:-)
En það er alveg ótrúleg hvað tíminn líður hratt - nú líður bara að jólum og allar helgar í des orðnar bókaðar í jólahittinga og jólaglögg. Ég er að fara í brúðkaup 3. des til Steina og Hjördísar vinafólks okkar og ég hlakka ekkert smá til. Strax komin með fiðring í magann. Alltaf gaman að fara í góð brúðkaup. Nú þarf maður bara að plana eitthvað atriði og finna fín föt. Elín -ert þú ekki með allt svona á hreinu?
Hlakka til að heyra í ykkur.
<< Home