Tútturnar

föstudagur, nóvember 25, 2005

Prófin búin!!

Jæja prófið mitt búið og gekk svona lala, allavegana glöð að það er búið! Hélt nú að ég væri löngu hætt þessu en maður klárar sennilega aldrei alveg.
Nú tekur við afslöppunarhelgi í London með börnum og foreldrum, alveg langþráð og notalegt. Rosalega jóló hér við Oxford street, ég veit að sumar ykkar yrðu dolfallnar yfir þessum jólaljósum með teiknimyndafígúrunum á, alveg svakalegar. Til hamingju Fjóla og til hamingju Lóa, verður þetta kannski stórviðburðarár??? eru ekki fleiri í gangi?? Cheers mate!

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Aight

Ég er svo til í hitting stelpur, finnst að við ættum að allar að starfa á Helgu og fá saumó sem allra allra fyrst. Án efa mikið slúður sem bíður þess að vera slúðrað og löngu kominn tími á það. Af mér er allt það besta að frétta, bara love love love og vinna og same old. Við Óli erum að leita okkur að 3 herb íbúð á leigu svo þið megið endilega láta mig vita ef þið fréttið af einhverju. Verður maður ekki að hafa alla anga úti :)
Annars er ég bara farin að sakna ykkar soldið mikið babys og finnst að við ættum að hittast sem fyrst.
Þið getið líka fylgst með svaðilförum mínum á mínu bloggi www.karenulrich.blogspot.com
Sjáumst vonandi bráðum!

söknuður

Ohh stelpur hvað ég sakna ykkar mikið!! Vildi innilega að ég væri á landinu til að geta verið með í næsta saumó!! Ég ætla rétt að vona að ég komist í desember saumó. Eins og ég sagði í mailinu kem ég til landsins 16. desember och Lóa tveimur dögum seinna. Ég fer til Akureyrar á jóladag og verð þar þangað til ég fer aftur út þann 30. des. Vona að þið getið hnoðað í smá saumó fyrir jól á milli þess sem þið hnoðið í allar smákökurnar!!!
Pétur Thor er orðið stór og sterkur strákur, hann segir það alla vega sjálfur. Hann er þrælduglegur að læra bæði íslensku og sænsku, hann er svo duglegur að hann skiptir yfir þegar ég kem og sæki hann!! Mér finnst þetta alveg ótrúlegt, en hann hefur ekkert fyrir þessu!!
Það gengur vel í vinnunni hjá mér, en ég er að vinna hjá Félagsþjónustunni í Frölunda við fjárhagsaðstoð. Finnst þetta bara gaman, en langar að skipta yfir í eitthvað annað þegar ég flyt heim.
Jæja, þá finnst mér þetta bara vera orðið gott,
Hlakka til að sjá ykkur í jólastuði!!
Magga

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Hvað er að gerast?

Jæja, fyrst ég er að hvetja til þess að blogga 1x í mánuði verð ég að ríða á vaðið og tjá mig örlítið.

Fyrir þær sem fylgjast eitthvað með blogginu hennar Karenar vitið þið að við ofurgellurnar skelltum okkur til Köben um daginn. Frekar fínt.
Ég og Karen vorum komnar heim til Lóu fimmtudaginn 3.11 kl.15. Eftir mikið knús og kossa þrömmuðum við Karen í verslunarleiðangur og leyfðum Lóu að klára að læra. Magga mætti svo á svæðið kl. 15 föstudaginn 4.11 og þá vorum við Karen búnar með maraþonshoping. Og þá tók við aðalfjörið - mikið af bjór, rauðvíni, hvítvíni, frosen margaritas, vodka, salsa, frosen margaritas. Úff hvað þetta var gaman - ég held að ég hafi ekki verið svona sæt og grönn síðan í Hagaskóla.

Við fjórar höfum einnig ekki djammað allar saman síðan 2000 þannig að það var alveg komin tími á þetta.
Helgin leið ótrúlega hratt og fyrr en varði var maður komin heim aftur.

Sævar var heima með Arnþór og allt gekk einsog í sögu. Drengurinn saknaði mömmu sinnar ekkert :-( hi hi hi. Ég hinsvegar saknaði hans frekar mikið og sérstaklega þegar ég var að pumpa brjóstinn - djöfull er það leiðinlegt. Mér til skemmtunar sprautaði ég mjólk á Karen ;-) sem hafði ótrúlegt en satt ekki eins gaman af því.

Annars er helst að frétta að ég hef verið að reyna að lesa heimildir og undirbúa mastersritgerðina mína sem ég ætlaði að fara að skrifa í jan og feb. Það má segja að það sé frekar erfitt með einn lítinn á heimilininu. Nú hefur hinsvegar planið breyst og ég mun fara að vinna í byrjun jan eftir 7 mánaðar fæðingarorlof - segji ykkur allt um það þegar við hittumst:-) ekki panica - þessu fylgja bara skemmtilegar fréttir.
En ég þarf að gera nýtt plan um hvernig ég klára þessa ritgerð - ég þarf að fara að koma henni frá mér.

Arnþór fór í 5 mánaðasprautu um daginn, þá var hann einnig þyngdarmældur og tékkað á lengdinni. Drengurinn er orðin 7,68 kg og 67 cm. Alveg ótrúlegt - og þetta bjó maður sjálfur til - er nú ekki enn búin að fatta það að líkaminn sé svona fullkominn. - alveg ótrúlegt.
Ég er að vinna í að búa til heimasíðu með myndum, það gengur ekki alveg einsvel og ég vildi en ég sendi ykkur slóðina þegar ég klára það:-)

En það er alveg ótrúleg hvað tíminn líður hratt - nú líður bara að jólum og allar helgar í des orðnar bókaðar í jólahittinga og jólaglögg. Ég er að fara í brúðkaup 3. des til Steina og Hjördísar vinafólks okkar og ég hlakka ekkert smá til. Strax komin með fiðring í magann. Alltaf gaman að fara í góð brúðkaup. Nú þarf maður bara að plana eitthvað atriði og finna fín föt. Elín -ert þú ekki með allt svona á hreinu?


Hlakka til að heyra í ykkur.

Hittingur og slúður

Það er orðið svo langt síðan við hittumst að ég man ekki einusinni hvenær það var :-( Sökum þess er ég að öllum líkindum komin með varanleg frákvarfseinkenni. (Þið kannist við það - ekkert mega krassandi slúður í marga mánuði og engin tilkynning um óléttu eða brúðkaup, það fer þvílíkt ílla í mann)

Ég veit fyrir víst að ein góð tilkynning bíður bara eftir saumó og því vil ég leggja til að við höldum hann sem fyrst :-Þ

Einnig er sonur minn orðin rúmlega 5 mánaða og aðeins örfáar túttur hafa séð þetta fullkomna og fallega barn. Fjóla hlítur einnig að vera búin að eiga - var amk sett í júlí og ég hef enn frétt af 13 mánaða meðgjöngu - hlakka mikið til að sjá krílið.

En svo við förum aðeins yfir planið þá á Helga saumó í nóv og þá höfum við klárað einn hring og ég á þá að vera með des saumó. ( ég hef svo planið hér að neðan svo þið getið sett í kalanderinn hjá ykkur hvenær þið eruð með saumó).

Næstu hittingar:
1. Saumó hjá Helgu (Helga ræður dagsetningu)
2. Saumó hjá Röggu ( útlanda túttur þurfa að senda hvenær þær eru á landinu og Ragga boðar svo saumó - líklegast á milli jóla og nýjárs)
3. Finnst vera komin tími á árshátíð - leita eftir tveimur geðveikislega hressum túttum í árshátíðarnefnd :-) Fínt að halda í jan-feb eða mars.

Síðan vil ég endilega minna ykkur á síðuna okkar er http://mh-tutturnar.blogspot.com/ - vistið þetta endilega í favorites. og hér er síðan sem þið notið til að skrá ykkur inn : http://www.blogger.com/start

En svo vil ég líka stinga uppá að allir skelli inn bloggi 1x í mánuði - bara koma með helstu fréttir frá þeim. Sérstaklega gaman fyrir okkur á Íslandi að fá fréttir frá útlandatúttum og fyrir þær að heyra í okkur hér á klakanum. Bara stutt blogg til að segja frá hvað er í gangi - hvernig börnin dafna - hvernig námið er - djámmið - hvort vid höfum rekist á einhverja gamla MH félaga ogsfrv.

Tilgangur síðunar er að koma upplýsingum á framfæri án þess að senda endalausa tölvupósta. Sumir hafa lent í einhverjum vandræðum með að skrá sig inn. Endilega kíkið á það aftur og verðið í sambandi við Betu um að ganga frá því í eitt skipti.

Hinsvegar þurfið þið ekki að vera skráðar inn til að geta lesið bloggið og skrifað blaður. Þannig að allir eiga að geta fylgst með því helsta.

Ég vil hvetja ykkur til að skoða þetta og nýta ykkur þennan vettvang því það er lítið gang af síðunni ef aðeins viss hluti hópsinn notar síðuna.

Hér er svo saumóplan næstu mánaða: Alltaf fyrsta þriðjudag í mánuði nema des saumó og sumarsaumó.
Nóv-saumó - Helga
des- saumó - Ragga
jan- saumó - Beta - spurning hvort þessi lendi beint oní des saumó - spáum í því.
feb-saumó - Regína
mars-saumó - Fjóla
apríl-saumó - Elín B.
mai- saumó - Elín H.
sumar- saumó - Jórunn
sept-saumó - Guðrún
okt-saumó - Karen

Hlakka mikið til að sjá ykkur sem fyrst.