Tútturnar

föstudagur, júní 10, 2005

Til hamingju Ragga!

Já enn eitt túttubarnið og ekkert lítið fallegur drengur, alveg eins og pabbi sinn. Ragnheiður stóð sig víst með stæl enda ekki við öðru að búast. Nú er bara eins gott að þú farir að mjólka þig Ragga mín svo þú komist með okkur á djammið þegar Ella gella kemur úr heimsreisunni.
Hvernig er það annars er þessi síða barasta ekkert að gera sig? Ég er á leiðinni á Fáskrúðsfjörð á sunnudaginn að ná mér í smá monní og verð í heila viku. Það var eitthvað búið að ræða um djamm 17.júní helgina - er einhver í bænum þá? Kannski bara fresta því eða hvað?
Svo á ég að hafa sumarsaumó, ætlum víst bara að hafa eitt slúðurkvöld í sumar því við erum svo bisí. Er að spá í hvort einhver tími sé betri en annar, eruð þið búnar að plana sumarfrí eða eru einhverjar útlandatúttur á landinu í sumar?? Hvað finnst ykkur?