Tútturnar

sunnudagur, apríl 17, 2005

Makadjamm???

Jæja stelpur, í haust var ákveðið að reyna að fylgja ákveðnu skipulagi í saumó. Meðal annars var ákveðið að hafa makadjamm árlega og stefnt að því að hafa það ca mars-apríl. Þau sem mættu síðast þar sem við fórum í keilu og svo heim til Elínar Baldvins muna að þetta var bara gríðarlega gaman og ekkert nema gott mál fyrir kallana okkar að hittast. Við höfum öll gott af því að skella krúttunum í pössun og hrista aðeins til í mannskapnum.
Hvernig er stemmingin fyrir þessu? Ég var að spá í t.d. fyrstu helgina í maí (6. eða 7.), endilega komið með hugmyndir að einhverju skemmtilegu, það þarf alls ekki að vera neitt formlegt eða dýrt - bara gaman.
Jórunn

föstudagur, apríl 01, 2005

Takk Beta!!

Hæ stelpur!
Ég vil bara nota tækifærið o g þakka henni Betu innilega fyrir alla þessa saumaklúbba sem hún hefur haldið undanfarið!! Ótrúlegur dugnaður Beta!! Hrópum þrefalt húrra fyrir henni,
HÚRRA, HÚRRA HÚRRRRRAAAAAAA
Takk Beta mín, ég met þetta mikils!!