Tútturnar

mánudagur, janúar 31, 2005

Saumó

Sælar túttur

Við samþykktum fyrir jól að hafa ákveðið skipulag á saumó. Þar var ákveðið að hann yrði alltaf fyrsta þriðjudag í mánuði og að hver tútta er ábyrg fyrir sínum saumó og ef þú dagsetning hentar henni ekki þarf hún að finna einhvern annan til að taka hann fyrir hana.

Fyrsti saumó var 2. nóv og svo var jólasaumó hjá Betu milli jóla og nýjárs með erlendu túttunum.

Þar sem stutt var í fyrsta þriðjudag í janúarmánuði þá var þeim saumó frestað.

Planið var svo eftirvarandi.
Nóv-saumó - Ragga
des- saumó - Beta
jan- saumó - Regína - Féll niður
feb-saumó - Fjóla
mars-saumó - Elín B.
apríl-saumó - Elín H.
mai- saumó - Jórunn
sumar- saumó - Guðrún
sept-saumó - Karen
okt-saumó - Helga

Ég mæli með því að þetta breytist um einn mánuði og þá er Regína næst.
feb-saumó - Regína
mars-saumó - Fjóla.
apríl-saumó - Elín B.
mai- saumó - Elín H
sumar- saumó - Jórunn
sept-saumó - Guðrún
okt-saumó - Karen
nóv-saumó -Helga

Því er spurning hvort það sé ekki örugglega saumó hjá Regínu á morgun?

síðan okkar er http://mh-tutturnar.blogspot.com/ - vistið þetta endilega í favorites.

Tilgangur síðunar er að koma upplýsingum á framfæri án þess að senda endalausa tölvupósta. Sumir hafa lent í einhverjum vandræðum með að skrá sig inn. Endilega kíkið á það aftur og verðið í sambandi við Betu um að ganga frá því í eitt skipti.

Hinsvegar þurfið þið ekki að vera skráðar inn til að geta lesið bloggið og skrifað blaður. Þannig að allir eiga að geta fylgst með því helsta.

Ég vil hvetja ykkur til að skoða þetta og nýta ykkur þennan vettvang því það er lítið gang af síðunni ef aðeins viss hluti hópsinn notar síðuna.

Hlakka til að sjá ykkur.p.s ég sendi póstinn hennar Elínar Baldvins á elin@bugt.is - er hun að nota það netfang núna?

kveðja, Ragga

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Nýjasta túttubarnið!

Jæja nýjasta túttubarnið kom í heiminn á settum degi 17.janúar kl.10.58. Ég var gangsett á sunnudagskvöldið útaf meðgöngueitrun og kl 6 um morguninn var belgurinn sprengdur og allt fór í gang. Allt gekk voða vel og hratt eftir það og þurfti mamma litla varla að rembast þegar litla daman rann ójá Magga mín hún rann sko alveg eins og selur út á núlleinni!
Litla daman er ósköp fíngerð, 13 merkur og tæpir 52 cm, með smá svart hár. Sefur nonstop, drekkur og ropar eins og sannur karlmaður! Við fengum að fara heim í kvöld og stóri bróðir var ósköp montinn og hugsar nú bara um að passa litlu systir sem heitir Gabríela.

sunnudagur, janúar 16, 2005

Útskrifuð

Jæja stúlkur!!
Þá er ég loksins útskrifuð sem félagsráðgjafi og ekkert annað bíður mín annað en atvinnuleysi!! Er að leita mér að vinnu á fullu og sæki um allt sem er í boði. Það kemur bara í ljós hvernig þetta fer allt saman!! En við vonum það besta. Ég hélt að sjálfsögðu mega partý til að gleðjast og það var fyllerí og dansleikur fram á nótt hérna. Hefði gjarnan viljað hafa ykkur með og saknaði ykkar allra!!
Annars er ég búin að fá pláss hjá dagmömmu fyrir Pétur Thor og við erum að fara að hitta hana á Þriðjudaginn. Þetta verður allt saman mjög spennandi, það er eiginlega líka komin tími til að hann fari að heyra smá sænsku. Hann skilur ekkert nema íslensku greyið litla. Síðan var vinkona mín að passa hann um daginn og hann horfði bara á hana sem eitt spurningamergi í framan og var ekki að skilja upp né niður í því sem hún var að segja við hann. Þannig að nú er kominn tími á hann.
Þá er þetta komið nóg af okkur. Ég vil nota tækifærið og óska Jórunni vel gengis í fæðingunni og ég vona innilega hennar vegna að litla barnið renni út eins og blautur selur!! Jórunn þú segir okkur síðan frá hvernig gekk þegar þetta er allt gengið um garð.
Kveðjur úr Svíaríki, Magga og fjölskylda.

sunnudagur, janúar 02, 2005

Nýja árið

Gleðilegt nýtt ár elskurnar. Hér sit ég ein í vinnunni í vægast sagt annarlegu ástandi, og berst við að skrifa með Pamelu Anderson nöglunum, nýársfögnuður Húddarana var gargandi snilld að venju og var það alger slembilukka að mér tókst að mæta í vinnuna í morgun. Þannig að nýja árið byrjar vel og skál fyrir því!