Tútturnar

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Nýjar Naríur

Lagerútsala á nærfötum í dag milli 17-19 hjá Christel hjallahrauni 10 Hfj!
Ég frétti af þessu upp í Baðhúsi frá eiganda Christel og það á að vera eitthvað dúndurverð á nærfötum til dæmis dýrasti brjóstahaldarinn á 2000.- Drífum okkur og náum okkur í ný nærföt fyrir jólin ;)

laugardagur, nóvember 27, 2004

Allir að mæta!

Óvenjuleg tískusýning í Iðu, Lækjargötu - gegnt Bernhöftstorfunni

"Mig langaði til þess að kalla á hjálp, en ég var svo hrædd að ég kom ekki upp orði."
Úr íslenskum dómi um heimilisofbeldi


Í dag laugardag, 27. nóvember, klukkan 15.00 mun Amnesty International á Íslandi standa fyrir óvenjulegri tískusýningu, svonefndri "áverkasýningu" í Iðu, Lækjargötu. Þekktar íslenskar konur taka þátt í sýningunni, þær:

Unnur Ösp Stefánsdóttir,
Margrét Eir Hjartardóttir,
Guðrún Gísladóttir,
Elma Lísa Gunnarsdóttir,
Laufey Brá Jónsdóttir og
Katrín Jakobsdóttir.

Þær koma fram í fötum frá Spútnik og Rögnu Fróða. Meðan sýningarstúlkurnar ganga fram mun kynnir lesa upp úr íslenskum dómsmálum um heimilisofbeldi og sýningarstúlkurnar verða farðaðar eftir áverkalýsingum úr þeim dómsmálum. Þær munu tala í stað kvennanna sem urðu fyrir þessu ofbeldi. Undirspilið verða hljóð sem þolendur heimilisofbeldis þekkja of vel, sírenur, högg og brothljóð.


Sýningin er haldin sem hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi er stendur yfir frá 25. nóvember til 10. desember.

Á sýningunni verða áverkar heimilisofbeldis, sem sjaldnast eru sýnilegir, dregnir fram í dagsljósið og brotinn sá þagnarmúr, sem umkringir þetta samfélagsvandamál.


Verkefnið er skipulagt af Amnesty International á Íslandi (www.amnesty.is).


Komið og sjáið!





fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Smá afskiptasemi framh.

hæ hæ

Ég bjallaði í Regínu sem á að sjá um janúar saumó og desember er alveg geðveikur hjá henni. Því er ekki líklegt að hún geti flutt saumóinn sinn.

Hinsvegar datt mér í hug hvort einhver annar vildi bjóða til saumó í byrjun des. Gaman að hittast og spjalla áður en jólaösin hefst. Við sjáum Möggu líka svo sjaldan þannig að mér þætti það upplagt.

Er einhver sem bíður sig fram?

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

smá afskiptasemi...

Stelpur, ég er bara að spá...
Desember saumó verður eiginlega í janúar þannig að þið megið alveg flytja jan. klúbbin fram í byrjun des ef þið viljið!!