Tútturnar

miðvikudagur, október 27, 2004

Er hægt og rólega að koma mér fyrir

Jæja, þá er þetta nú að verða nokkuð heimilislegt hjá mér, bækurnar og græjurnar komnar upp. Á bara eftir að flísaleggja í eldhúsinu...er ekki alveg að meika þetta eins og það er núna...bara einhver grá steypa...en það verður örugglega allt reddý 30. desember...trúi bara ekki öðru uppá mig ;o)

þriðjudagur, október 26, 2004

Nóv og des saumó

Jæja, næsti saumó er hjá mér Vesturgötu 69 þriðjudaginn 2.nóv kl. 20 - þ.e. í næstu viku.

Síðan er ég búin að vera í sambandi við Möggu og Lóu. Þær mund báðar vera í bænum 30 des. Því ætlar Beta að bjóða okkur til sín 30. des kl. 20.

Hlakka til að sjá ykkur allar.

Konur sameinist

Jæja stúlkur, er einhver ykkar sem hefur áhuga á að vinna að mannréttindabaráttu kvenna og að því að stöðva ofbeldi gegn konum í heiminum. Ég er í Amensty samtökunum og er að reyna að koma af stað aðgerðahópi svo kölluðum kvennahópi. Þetta er semsagt hópastarf og gert er ráð fyrir að hópurinn hittist 1 sinni í mánuði og sé þess á milli að sinna smávægilegum verkefnum eins og bréfaskrifum og upplýsingasöfnun. Þetta er mikilvægt starf sem getur bjargað mannslífum! Ef þið hafið áhuga eða vitið um einhvern sem hefði áhuga á að taka þátt þá senda mér póst" kge@hi.is

fimmtudagur, október 21, 2004

dýralíf

Þetta er nú meira dýralífið hér í sveitinni þar sem ég bý!! Maður er alltaf að rekast á eitthvað, ef það eru ekki froskar inni hjá manni, dádýr og hérar í garðinum þá eru elgir á vappi fyrir utan búðina mína!! Já, þið lásuð rétt, ELGIR!! Það var sko mömmu elgur með tvo kálfa á vappi hjá búðinni og það er búið að setja upp skilti við hraðbrautina að maður eigi að passa sig á elgunum sem eru á sveimi!! Mér var ekkert alveg sama þegar ég rakst á þessa elgi, það er alltaf verið að segja manni að þeir séu hættulegir og eitthvað þannig að ég dreif mig bara inní bíl áður en þeir sáu mig og brunaði heim.

miðvikudagur, október 20, 2004

Mánaðarlegir saumaklúbbar

Það var samþykkt í síðasta saumó að við myndum halda mánaðarlega saumaklúbba flesta mánuði ársins þ.e. jan, feb, mars, apríl, mai, sept, okt, nóv. Einn saumó yfir sumarmánuðina og des saumó áhveðin með tilliti til túttna sem koma heim frá útlöndum.

Mánaðarlegu saumaklúbbarnir eiga að vera alltaf á áhveðnum degi. Ég mundi vilja stinga uppá fyrsta þriðjudegi í mánuði. Hvað segið þið um það?

Fyrsti mánaðarlegi saumó yrði þá 2. nóv. Hver tútta er ábyrg fyrir sínum saumó og ef þú dagsetning hentar henni ekki þarf hún að finna einhvern annan til að taka hann fyrir hana.

Ég henti hérna upp skipulagi fyrir næsta árið.

Nóv-saumó - Ragga
des- saumó - Beta
jan- saumó - Regína
feb-saumó - Fjóla
mars-saumó - Elín B.
apríl-saumó - Elín H.
mai- saumó - Jórunn
sumar- saumó - Guðrún
sept-saumó - Karen
okt-saumó - Helga

Hvernig líst ykkur á þetta?

þriðjudagur, október 19, 2004

Komin heim frá Köben

jæja við komum heim frá Köben fyrir rúmri viku og ég hef verið í 7 daga að stefna að skriftum á þessu fína bloggi. En það er bara búið að vera alveg brjálað að gera og því hefur það dregist. Þið munuð samt sem ekki missa af þessari þræl skemmtilegu ferðasögu ;o)

Ferðin hófst með öllara út á Leifstöð einsog allar góðar flugferðir.

Þegar við lentum á Kastrup var 4 manna fjölskylda frá Ísafirði fljót að hafa uppá okkur sem tilvöldum leiðsögumönnum á hótelið sitt í miðborg Köben. Við, sem afskaplega góðhjartað fólk tókum þau upp á arma okkar og kenndum þeim á lestarkerfið, fundum handa þeim kort, tókum með þeim lestina niður á aðalstöð og teiknuðum upp fyrir þau leiðina á hótelið þeirra. Eftir það lá leiðin beint á veitingastað þar sem við hittum Hrund og Rúnar vinafólk okkar. Síðan var etið og drukkið e-ð fram eftir kvöldi.

Laugardagurinn einkendist af margra klukkustunda ferð í H&M á strikinu þar sem við bæði fundum eitthvað við hæfi, nærföt, náttföt, skó, buxur, sokka, peystu, boli og jakka. Ótrúlegt hvað er mikið hægt að versla í einni verslun. Þegar við gengum svo frá kaupunum báðum við afgreiðslukonuna um pappírspoka sem við gætum haft yfir höfðum okkar þegar við gengum út úr búiðnni og niður restina af strikinu. Því miður átti hún ekki pappírspoka :-( Við reyndum því að deila innkaupunum niður í marga poka þannig að það liti amk út fyrir að við versluðum þetta ekki allt í einu.

En eftir þessa ferð fór nú að hitna í kolunum. Hjónaleysin komin í ný föt og Lóa og Þróstur á leiðinni í fordrykk. Mikið var geðveikt gaman að hitta þau aftur:-)
Við fengum okkur nokkra fordrykki og svo var farið á geðveikan veitingastað!!! Þar fengum við okkur fordrykk, kengúru og krókudílasteikur, rauðvin, eftirmat, kaffi, Bailys og G&T. Geðveikur staður, geðveikur matur, geðveikt fólk = fullkomið kvöld. Síðan endaði kvöldið á einhverri ölstofu þar sem drykkjan hélt áfram.

Sunnudagurinn var sannkallað letilíf og við endum í frábæru lasanga hjá Lóu. Mánudagurinn var svo aftur tekin á Stikinu, verslað örlítið meira og svo bara setið og chillað á kaffihúsi með einn kaldan . . . þvílíkt líf!!

fimmtudagur, október 14, 2004

Auglýst eftir!!

Sælar túttur!!
Loksins er ég komin inn eftir endalausar error tilraunir!! Innilegar hamingjuóskir með íbúðina elsku beta!! Og til hamingju með litla krílið elsku Sara!!
Eins og þið kanski flestar vitið þá komum við Pétur Thor til Íslands þann 16. nóv. Ég vil hér með auglýsa eftir barnaferðarúmi sem hægt er að fá lánað þann tíma sem ég er á landinu. Á einhver svoleiðis til að lána okkur, eða þekkir einhvern sem á slíkt sem situr í geymslunni??
Annars allt gott að frétta héðan, Pétur Thor komin á fullt skrið og farin að segja mamma, pabbi , datt og bað!!
Er að fara að halda fyrirlestur á morgun í skólanum og vona innilega að það eigi eftir að ganga vel!! Krossið fyrir mig fingurna!!
Kveð að sinni,
Magga

Íbúðin afhent á morgun...

...jæja stúlkur þá er komið að því...ég fæ íbýðina mína á morgun.
Þá er bara að byrja að parketleggja....og ætli ég þurfi ekki að flísaleggja líka...fæ nú aðstoð við þetta allt saman þó að ég myndi nú alveg treysta mér í þetta ein. Hef flísalagt borð og það gekk nú bara mjög vel.

En í ljósi þessa hefur lítið annað gerst hjá mér undanfarna daga annað en að vinna og undirbúa flutning.
Þegar ég fór í IKEA á sunnudaginn var eins og ein afgreiðslustúlkan væri að heilsa mér...ég skildi ekkert í því, því ég þekkti hana ekki neitt. Svo fór ég að spá í því hvort að starfsfólkið væri farið að þekkja mig af því að ég er búin að vera að versla ansi mikið í IKEA núna undanfarið.

Allavega...hlakka til að bjóða ykkur öllum í innflutningspartý...dagsetning ekki komin enn.

mánudagur, október 11, 2004

Þunnildi

Það er mánudagsmorgun og mig grunar að það sem hrjái mig sé þynnka!
Það var aðeins skrallað á laugardag og ég slapp við þynnku í gær, en hún er semsagt búin að finna mig núna. Held að það hafi bara verið að renna af mér fyrst núna. Þvílíkt líferni ;)

fimmtudagur, október 07, 2004

Smá spjall

jæja stelpur

kl. er 18:30 á fimmtudagkveldi og ég sit hérna í vinnunni að hamast við að klára verkefnin mín áður en ég held til Danaveldis á morgun. Auðvitað leiðist mér að vera hér að kvöldi til og áhvað að deila hugsunum mínum með ykkur meðan ég bíð eftir kvöldmatinum mínum.

Ég hafði rosagaman að því að hitta ykkur á mánudaginn. Bumban hennar Jórunnar stækkar og stækkar og ég saknaði þess að fá ekki að sjá hina bumbuna :-( en Elín Jórunn komst því miður ekki. Spjallað var um heima og geima, stráka, kossa og börn nr. 2. Þessi umræðu efni einkennast að því að aðeins 2 af 5 túttum sem komu til Jórunnar eiga börn. Sú staða er sérstaklega óalgeng en saumó var þrátt fyrir það mjög skemmtilegur.

Spái í einu: Núna í febrúar 2005 verða 10 börn í þessum 13 manna saumaklúbbi og fyrri rúmum 2 árum var aðeins 1. Eða 11 og 2 ef við teljum hann Kjartan minn með. Einnig styttist í þrítugsafmælin okkar . . . en það er bara hið besta mál þar sem við stefnum á Túttu borgarferð á því skemmtilega ári. ALLIR AÐ BYRJA AÐ SPARA - STRAX.

Annars er ég að deyja úr spenningu fyrir Kaupmannahafnar ferðinni minni. Við förum á morgun og ég bíð spennt eftir einum köldum á Leifsstöð.

Ég ræddi við Möggu túttu fyrir nokkrum dögum. Hana hakkar mikið til að koma heim og hitta ykkur allar. Hún kemur heim 16. nóv og ætlar aldeilis að detta í það á meðan hún er í stórborginni. Þar sem við erum nú allar tilkippilegar í djamminu legg ég til að sem flestar reyni að koma með okkur Möggu á djammið :-)

Heyrumst eftir helgi með djammsögur frá Köben.


þriðjudagur, október 05, 2004

Það sem gerðist í gær...

...var það að farið var yfir lög Túttnanna og þau samþykkt.
Annars voru Tútturnar bara að kjafta, en sá merkilegi atburður átti sér stað að ein Túttnanna mætti með handavinnu. Líklega hafa bara 3 Túttur gert það, Elín Bald, Elísabet og Magga!
Held að Jórunn Tútta hafi ekki alveg verið sátt við þetta ;o)


mánudagur, október 04, 2004

Skyndi-sumó

Skyndi-saumó í kvöld hjá Jórunni ofurmömmu!


Mæli með slíku í rokinu....

Beta

föstudagur, október 01, 2004

Jahérna

Nú líst mér á, Beta þú ert snilli ;)
Nú hef ég eitthvað meira að gera í verkfallinu, en þessa dagana þarf ég bara að hanga í vinnunni og reyna að skemmta sjálfri mér. Grunnskóli án barna er vægast sagt furðulegur staður. Ég er meira en til í hitting á mánudag, hvort sem að það er saumó eða bara kíkja á kaffihús þær sem eru lausar. Ég held að minnsta kosti að ég sé alveg laflaus á mánudagskvöld.