jæja við komum heim frá Köben fyrir rúmri viku og ég hef verið í 7 daga að stefna að skriftum á þessu fína bloggi. En það er bara búið að vera alveg brjálað að gera og því hefur það dregist. Þið munuð samt sem ekki missa af þessari þræl skemmtilegu ferðasögu ;o)
Ferðin hófst með öllara út á Leifstöð einsog allar góðar flugferðir.
Þegar við lentum á Kastrup var 4 manna fjölskylda frá Ísafirði fljót að hafa uppá okkur sem tilvöldum leiðsögumönnum á hótelið sitt í miðborg Köben. Við, sem afskaplega góðhjartað fólk tókum þau upp á arma okkar og kenndum þeim á lestarkerfið, fundum handa þeim kort, tókum með þeim lestina niður á aðalstöð og teiknuðum upp fyrir þau leiðina á hótelið þeirra. Eftir það lá leiðin beint á veitingastað þar sem við hittum Hrund og Rúnar vinafólk okkar. Síðan var etið og drukkið e-ð fram eftir kvöldi.
Laugardagurinn einkendist af margra klukkustunda ferð í H&M á strikinu þar sem við bæði fundum eitthvað við hæfi, nærföt, náttföt, skó, buxur, sokka, peystu, boli og jakka. Ótrúlegt hvað er mikið hægt að versla í einni verslun. Þegar við gengum svo frá kaupunum báðum við afgreiðslukonuna um pappírspoka sem við gætum haft yfir höfðum okkar þegar við gengum út úr búiðnni og niður restina af strikinu. Því miður átti hún ekki pappírspoka :-( Við reyndum því að deila innkaupunum niður í marga poka þannig að það liti amk út fyrir að við versluðum þetta ekki allt í einu.
En eftir þessa ferð fór nú að hitna í kolunum. Hjónaleysin komin í ný föt og Lóa og Þróstur á leiðinni í fordrykk. Mikið var geðveikt gaman að hitta þau aftur:-)
Við fengum okkur nokkra fordrykki og svo var farið á geðveikan veitingastað!!! Þar fengum við okkur fordrykk, kengúru og krókudílasteikur, rauðvin, eftirmat, kaffi, Bailys og G&T. Geðveikur staður, geðveikur matur, geðveikt fólk = fullkomið kvöld. Síðan endaði kvöldið á einhverri ölstofu þar sem drykkjan hélt áfram.
Sunnudagurinn var sannkallað letilíf og við endum í frábæru lasanga hjá Lóu. Mánudagurinn var svo aftur tekin á Stikinu, verslað örlítið meira og svo bara setið og chillað á kaffihúsi með einn kaldan . . . þvílíkt líf!!