Tútturnar

fimmtudagur, september 30, 2004

Til hamingju með síðuna!!!

Til hamingju með síðuna stelpur, flott framtak Beta, vonandi verður þetta til að virkja okkur hingar og pósthólfið hennar Regínu þarf ekki að fyllast af endalausum reply pósti.
Styð algerlega tillögu Röggu um að hafa saumó í næstu viku. Skv. reglunum sem voru hálfsamþykktar á síðasta aðallfundi skal halda saumaklúbb fyrstu vikuna í okt en ekki er búið að skipa listann eða nefndir svo er ekki einhver til í að bjóða sig fram í næstu viku. Ég reikna með að komast á mánudaginn. Er sjálf að fara til New Orleans eftir viku svo þetta má ekki dragast mikið...

Halló túttur!

Frábaer sída, Takk Beta!
Og tilhamingju med nýju íbúdina!
Thad var allt of langt sídan ég lét heyra í mér, ég aetla reyna ad verda duglegri núna.
Er ekki viss hvort thid erud búnar ad frétta af thví, en ég er ófrísk og verd sennilega sett í gang í naestu viku! :-)
Óska ad ég kaesmist heim í saumó annad slaegid, ég er svo forvitin ad vita hvernig thid tútturnar hafid thad og vaeri svo gaman ad hitta ykkur.
Jaejae, ég laet nú kanski heyra í mér eftir viku eda svo thegar litla krílid er komid í heimin.miðvikudagur, september 29, 2004

Gaman gaman....

Hæ hæ allar og Beta til hamingju með nýju íbúðina...
Þetta er alveg þrælsniðugt að hafa svona síðu. Nú verða bara allar að vera vera duglegar að skrifa hvað þær eru að gera...(ekki það að ég verði sú duglegasta!) Allt gott að frétta af mér, loka ekki á mér munninum alla daga, gólandi út um allan bæ
Heyrumst
Regína

Smá frétt...

Ég get til dæmis hér með tilkynnt ykkur það að ég er búin að kaupa mér íbúð ... loksins!!!
Fæ afhent eftir ca. 3 vikur og flyt þá í Þorláksgeislan í Grafarholtinu.

þriðjudagur, september 28, 2004

Túttusíða komin í loftið

hæ hæ

Mikið er ég ánægð að aðal TÚTTUR bæjarins eru komnar með eigin vettvang til að ræða saman og slúðra.

Ég og Sævar eru nýbúin að bóka helgarferð til Köben 8-11 október og hlökkum mikið til. Búið er að panta út að borða á GEÐVEIKAN ástralskan veitingastað á laugardagskvöldinu. Auðvitað ætla Lóa og Þröstur að koma með okkur og gera sér glaðan dag. Ég er að deyja úr spenningi og hlakka mikið til að sjá Lóu.

Síðan finnst mér að einhver eigi að bjóða í saumó næsta mánudag því þá er kallaklúbbsfundur heima hjá mér . . . og mér hennt út!!!

Bara byrjunin

Jæja, þá er besta að reyna að byrja á þessu.

Vinsamlegast hafið í hug að ég er ekki alveg endanlega búin að ganga frá þessu...og á eftir að vinna að ýmsu. Ætlaði að bíða með að láta ykkur vita af þessu þangað til allt væri tilbúið...en hef núna ákveðið að bara láta vaða.

Munið svo að þegar þið ætlið að skrá eitthvað þá þurfið þið bara að fara inná www.blogger.com og logga ykkur inn á því username og password sem þið veljið ykkur.

Ef þið lendið í einhverjum vandræðum þá hafið þið bara samband við mig.